previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Þau Önundur og Æsa áttu tvo syni. Hét hinn eldri Þorgeir en hinn yngri Ófeigur grettir. Litlu síðar andaðist Æsa. Eftir það fékk Önundur þeirrar konu er Þórdís hét. Hún var dóttir Þorgríms frá Gnúpi í Miðfirði, skyld Miðfjarðar-Skeggja. Við henni átti Önundur þann son er Þorgrímur hét. Hann var snemma mikill maður og sterkur, búsýslumaður mikill og vitur maður.

Önundur bjó í Kaldbak til elli. Hann varð sóttdauður og liggur í Tréfótshaugi. Hann hefir fræknastur verið og fimastur einfættur maður á Íslandi.

Þorgrímur var fyrir sonum Önundar þótt aðrir væru eldri. En er hann var hálfþrítugur aldri þá hafði hann hærur í höfði. Því var hann kallaður hærukollur. Þórdís móðir hans giftist síðan norður í Víðidal Auðuni skökli. Þeirra son var Ásgeir Ásgeirsá. Þeir Þorgrímur hærukollur og bræður hans áttu eignir miklar allir saman og skiptu engu með sér.

Eiríkur bjó í Árnesi sem fyrri var getið. Hann átti Ólöfu, dóttur Ingólfs úr Ingólfsfirði. Flosi hét sonur þeirra. Hann var efnilegur maður og átti marga frændur. Þeir komu út hingað þrír bræður, Ingólfur og Ófeigur og Eyvindur, og námu þeir þá þrjá fjörðu er við þá eru kenndir og byggðu þar síðan. Ólafur hét son Eyvindar. Hann bjó fyrst í Eyvindarfirði en síðan Dröngum og var mikill maður fyrir sér.

Engi varð áskilnaður með mönnum þar meðan hinir eldri menn lifðu. En þá er Eiríkur var látinn þótti Flosa Kaldbeklingar eigi hafa löglegar heimildar á jörðum þeim er Eiríkur hafði gefið Önundi. Af því gerðist sundurþykki mikið meðal þeirra en þó héldu þeir Þorgrímur sem áður. Ekki máttu þeir þá leika saman eiga.

Þorgeir var fyrir búi þeirra bræðra í Reykjarfirði og reri jafnan til fiska því þá voru firðirnir fullir af fiskum.

gera þeir ráð sitt í Víkinni. Maður hét Þorfinnur. Hann var húskarl Flosa í Árnesi.

Þenna mann sendi Flosi til höfuðs Þorgeiri. Hann leyndist í naustinu. Þenna morgun bjóst Þorgeir á sjá róa og tveir menn með honum og hét annar Brandur. Þorgeir gekk fyrst. Hann hafði á baki sér leðurflösku og í drykk. Myrkt var mjög. Og er hann gekk ofan frá naustinu þá hljóp Þorfinnur honum og hjó með öxi á milli herða honum og sökk öxin og skvakkaði við. Hann lét lausa öxina því hann ætlaði eigi mundi þurfa um binda og vildi forða sér sem skjótast.

Er það af Þorfinni segja hann hljóp norður í Árnes og kom þar áður en alljóst var og sagði víg Þorgeirs og kveðst mundu þurfa ásjá Flosa, kvað það og eitt til bjóða sættir "og bætir það helst vort mál svo mikið sem er orðið."

Flosi kveðst fyrst mundu hafa fréttir "og ætla eg þú sért allhræddur eftir stórvirkin."

er segja frá Þorgeiri hann snaraðist við höggið og kom öxin í flöskuna en hann varð ekki sár. Þeir leituðu ekki mannsins því myrkt var . Reru þeir út eftir fjörðum og komu í Kaldbak og sögðu atburð þenna.

Þeir gerðu þessu kalls mikið og kölluðu hann Þorgeir flöskubak og svo hét hann síðan. Þá var þetta kveðið:

Fyrr lauguðu frægir
fránhvítinga rítar
rausnarmenn í ranni
ræfrhvössu bensævar.
rauð, er var víða,
vómr, frá tekinn sóma,
benja skóðs af bleyði
bæði hlýr í sýru.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: