previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Þorkell krafla gerðist gamall mjög. Hann hafði Vatnsdælagoðorð og var höfðingi mikill. Hann var aldavin Ásmundar hærulangs sem tengdum þeirra hæfði. Hann var því vanur ríða til Bjargs hvert vor sækja þangað til kynnis. Og enn gerði hann svo næsta vor eftir það er áður var sagt hann fór til Bjargs.

Tóku þeir Ásmundur og Ásdís við honum tveim höndum. Var hann þar þrjár nætur og töluðu þeir mágar marga hluti milli sín. Þorkell spurði hversu Ásmundi segði hugur um sonu sína, hverjir iðnarmenn þeir mundu verða. Ásmundur kveðst ætla Atli yrði búmaður mikill, forsjáll og fémaður.

Þorkell segir: "Þarfur maður og þér líkur. En hvað segir þú af Gretti?"

Ásmundur mælti: "Af honum er það segja hann mun verða sterkur maður og óstýrilátur, þykkjumikill og þungur hefir hann mér orðið."

Þorkell svarar: "Eigi er það heillavænlegt mágur," sagði hann, "en hversu skulum við skipa þingferð okkra í sumar?"

Ásmundur svarar: "Eg gerist þungfær og vildi eg sitja heima."

"Viltu Atli fari fyrir þig?" sagði Þorkell.

"Hann þykist eg eigi missa mega," sagði Ásmundur, "fyrir sakir starfa og aðdráttar en Grettir vill ekki starfa. Er hann svo viti borinn eg get hann kunni halda upp lögskilum fyrir mig með þinni umsjá."

"Þú skalt ráða mágur," segir Þorkell.

Reið hann heim þá er hann var búinn og leysti Ásmundur hann burt með góðum gjöfum.

Nokkru síðar bjóst Þorkell heiman til þings. Hann reið með sex tigu manna. Fóru þeir allir með honum er í hans goðorði voru. Kemur hann til Bjargs og reið Grettir þaðan með honum. Þeir riðu suður heiði þá er Tvídægra heitir. Áifangar voru litlir á fjallinu og riðu þeir mikinn ofan í byggðina. Og er þeir komu ofan í Fljótstungu þótti þeim mál sofa og hleyptu beislum af hestum sínum og létu ganga með söðlum. Lágu þeir áfram langt og sváfu. En er þeir vöknuðu svipuðust menn hestum sínum. Höfðu hestarnir sinn veg farið hver þeirra en sumir höfðu velst. Grettir fann seinast sinn hest.

Það var þá háttur menn vistuðu sig sjálfir til þings og reiddu flestir mali um söðla sína. Söðull var undir kviði niðri á hesti Grettis en í burt malurinn. Fer hann til leitar og fann eigi. Sér hann hvar maður gengur. fór hart. Grettir spyr hver þar færi. Hann svarar og kvaðst Skeggi heita og vera húskarl norðan úr Ási úr Vatnsdal.

"Er eg í ferð með Þorkatli," sagði hann, "en mér hefir tekist til gálauslega. Eg hefi týnt vistamal mínum."

Grettir svarar: "Eindæmin eru verst. Eg hefi og týnt mal þeim er eg átti og leitum báðir samt."

Það líkaði Skeggja vel. Ganga þeir um hríð. En er minnst varði tekur Skeggi á rás upp eftir móunum, grípur þar upp malinn. Grettir er hann laut og spyr hvað hann tók upp.

"Mal minn," segir Skeggi.

"Hverjir bera það fleiri en þú?" sagði Grettir, "og lát mig sjá því mart er öðru líkt."

Skeggi kvað öngvan mann taka af sér það er hann ætti. Grettir þreif til malsins og toguðust þeir um hann og vildi sitt mál hvortveggi hafa.

"Undarlega ætlið þér," segir húskarlinn, "þó menn séu eigi jafnstórauðgir allir sem þér Vatnsdælar menn muni eigi þora halda á sínu fyrir yður."

Grettir kvað þetta ekki eftir mannvirðingu ganga þótt hver hefði það er ætti.

Skeggi mælti: "Of fjarri er Auðunn kyrkja þig sem við knattleikinn."

"Vel er það," sagði Grettir, "en eigi muntu mig kyrkja hvern veg sem hitt hefir verið."

Skeggi greip þá öxi og hjó til Grettis. En er Grettir þetta þreif hann vinstri hendi öxarskaftið fyrir framan hendur Skeggja svo þegar varð laus. Grettir setti þá sömu öxi í höfuð honum svo þegar stóð í heila. Féll húskarl þá dauður til jarðar.

Grettir tók malinn og kastar um söðul sinn. Hann reið síðan eftir förunautum sínum. Þorkell reið undan því hann vissi eigi þetta mundi til hafa borið. Menn söknuðu Skeggja úr flokkinum. En er Grettir fann þá spyrja þeir hann hvað hann vissi til Skeggja.

Grettir kvað þá vísu:

Hygg eg at hljóp til Skeggja
hamartröll með för rammri.
Blóð var á gunnar Gríði
gráðr, fyr stundu áðan.
gein of haus honum
harðmynnt og lítt sparði,
var eg hjá viðreign þeira,
vígtenn og klauf enni.

Þá hlupu fylgdarmenn Þorkels upp og sögðu ekki mundu tröll hafa tekið manninn um ljósan dag.

Þorkell þagnaði og mælti síðan: "Önnur efni munu í vera og mun Grettir hafa drepið hann eða hvað bar til?"

Grettir segir þá allan áskilnað þeirra.

Þorkell mælti: "Allilla hefir þetta til tekist. Skeggi var fenginn til fylgdar við mig en maður góðættaður og mun eg taka ámælið á þann hátt eg mun bæta slíku sem dæmt verður en sektum eg eigi ráða. Eru tveir kostir fyrir hendi fyrir þig Grettir, hvort þú vilt heldur fara til þings og hætta á hvern veg til tekst eða hverfa hér aftur."

Grettir kjöri fara til þings og svo var hann fór. Var þetta mál kært af erfingjum hins vegna. Gekk Þorkell til handsala og hélt upp fébótum en Grettir skyldi vera sekur og vera utan þrjá vetur.

En er þeir riðu af þingi höfðingjarnir áðu þeir uppi undir Sleðaási áður en þeir skildu. Þá hóf Grettir stein þann er þar liggur í grasinu og heitir Grettishaf. Þá gengu til margir menn sjá steininn og þótti þeim mikil furða svo ungur maður skyldi hefja svo mikið bjarg.

Reið Grettir heim til Bjargs og sagði frá föður sínum. Ásmundur tók lítt á og kvað hann óeirðarmann verða mundu.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: