previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Vígbjóður og Vestmar hétu víkingar. Þeir voru suðureyskir og lágu úti bæði vetur og sumar. Þeir höfðu átta skip og herjuðu um Írland og gerðu mörg illvirki þar til Eyvindur austmaður tók landvörn þar. Síðan stukku þeir í Suðureyjar og herjuðu þar og allt inn í Skotlandsfjörðu.

Þeir Þrándur og Önundur fóru í móts við þá og spurðu þeir höfðu siglt inn til eyjar þeirrar er Bót hét.

koma þeir Önundur þar með sjö skipum. Og er víkingar sjá skip þeirra og vita hversu mörg eru þykjast þeir hafa nógan liðsafla og taka til vopna sinna og leggja skipunum í móti. Önundur bað þá leggja skip sín milli hamra tveggja. Þar var mjótt sund og djúpt. Þar mátti einum megin leggja og eigi fleirum en fimm senn. Önundur var maður vitur og lét leggja fimm skip fram í sundið svo þeir máttu þegar láta síga á hömlu er þeir vildu því rúmsævi var mikið baki þeim. Var og hólmur nokkur á annað borð. Lét hann þar liggja undir eitt skipið og færðu þeir grjót mikið fram á hamarinn þar er eigi mátti sjá af skipunum.

Víkingar lögðu alldjarflega og þóttu hinir komnir í stilli. Vígbjóður spurði hverjir þessir væru er þar voru svo kvíaðir.

Þrándur segir hann var bróðir Eyvindar austmanns "og síðan er hér félagi minn Önundur tréfótur."

Þá hlógu víkingar og mæltu þetta:

Tröll hafi Tréfót allan,
tröllin steypi þeim öllum.

"Og er oss það fáséð þeir menn fari til orustu er ekki mega sér."

Önundur kvað það eigi vita mega fyrr en reynt væri.

Eftir það lögðu þeir saman skipin. Tókst þar mikill bardagi og gengu hvorirtveggju vel fram. Og er festist bardaginn lét Önundur sígast hamrinum. Og þá er víkingar sáu það hugðu þeir hann mundi flýja vilja og lögðu skipi hans og undir hamarinn sem þeir máttu við komast. Í því bili komu þeir á bjargið er til þess voru settir. Færðu þeir á víkingana svo stórt grjót ekki hélst við. Féll þá fjöldi liðs af víkingum en sumir meiddust svo ekki voru vopnfærir. Þá vildu víkingar frá leggja og máttu eigi því skip þeirra voru þá komin þar mjóst var sundið. Þröngdi þeim þá bæði skipin og straumur en þeir Önundur sóttu með kappi þar er Vígbjóður var fyrir en Þrándur lagði Vestmari og vannst þar lítið .

Þá er fækkaðist fólkið á skipi Vígbjóðs réðu menn Önundar til uppgöngu og hann sjálfur. Það Vígbjóður og eggjaði með ákafa lið sitt. Sneri hann þá í móti Önundi og stukku flestir frá. Önundur bað sína menn sjá hversu færi með þeim því Önundur var rammur afli. Þeir skutu stubb nokkurum undir kné Önundi og stóð hann heldur fast. Víkingurinn sótti aftan eftir skipinu allt þar til er hann kom Önundi og hjó Önundi með sverði og kom í skjöldinn og tók af það er nam. Síðan hljóp sverðið í stubbann þann er Önundur hafði undir knénu og varð fast sverðið. Vígbjóður laut er hann kippti sér sverðinu. Í því hjó Önundur á öxlina svo af tók höndina. Þá varð víkingurinn óvígur. Þá er Vestmar vissi félagi hans var fallinn hljóp hann á það skip er yst og flýði og allir þeir er því náðu. Eftir það rannsökuðu þeir valinn.

Vígbjóður var þá kominn bana.

Önundur gekk honum og kvað:

Sjáðu hvort sár þín blæða,
sástu nökkuð mig hrökkva?
Auðslöngvir fékk öngva
einfættr af þér skeinu.
Meir er mörgum, snerru,
málskalp lagið, Gjalpar
brjótr erat þegn í þrautir
þrekvandr, en hyggjandi.

Þeir tóku þar herfang mikið og fóru aftur í Barreyjar um haustið.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: