previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Grettir fór upp á Arnarvatnsheiði og gerði sér þar skála sem enn sér merki og bjóst þar um því hann vildi hvervetna annað en ræna, fékk sér net og bát og veiddi fiska til matar sér. Honum þótti dauflegt mjög á fjallinu því hann var mjög myrkfælinn. En er það frétta aðrir skógarmenn Grettir var þar niður kominn þá var mörgum hugur á finna hann því þeim þótti mikið traust honum.

Grímur hét maður norðlenskur. Hann var sekur. þeim manni keyptu Norðlendingar hann skyldi drepa Gretti og hétu honum frelsi og fégjöfum ef hann kæmi því fram. Hann fór til móts við Gretti og beiddi hann viðtöku.

Grettir svarar: "Eigi þykir mér sem þér hólpnara þó þú værir hjá mér. Eruð þér og vansénir, skógarmennirnir, en illt þætti mér einum saman vera ef annars væri kostur. Vil eg og einn hjá mér hann verður starfa slíkt er til fellst."

Grímur kvaðst ekki til annars ætla og skoraði á hann fast um vistina. Lét Grettir þá teljast og tók við honum. Hann var þar fram á veturinn og sat um Gretti og þótti eigi dælt honum ráða. Grettir grunaði hann og hafði vopn sín hjá sér nótt og dag og þorði hann aldrei honum ganga þá er hann vakti.

Það var einn morgun er Grímur kom heim af veiði hann gekk inn í skálann og stappaði fótum og vildi vita hvort Grettir svæfi en hann brá sér hvergi við og kyrr. Saxið hékk uppi yfir Gretti. Hugsar Grímur eigi mundi gefast betra færi. Gerir hann hark mikið svo Gretti skyldi orð um finnast en það var ekki. Þóttist hann vita Grettir mundi sofnaður og stillti rekkjunni hljóðlega og seildist til saxins og tók ofan og brá. Í því hljóp Grettir fram á gólfið og greip saxið í því er hinn reiddi en annarri hendi í herðar Grími og rak hann niður svo mikið fall hann nær í óviti.

"Gafstu svo þó þú létir góðvættlega."

Hafði hann af honum þá sannar sögur og drap hann síðan. En þóttist Grettir sjá hvað það var taka við skógarmönnum. Og leið svo veturinn. öngu þótti Gretti meira mein en myrkfælni.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: