previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Þórir í Garði spyr hvar Grettir er niður kominn og vildi setja til eitthvert ráð hann yrði drepinn.

Maður hét Þórir rauðskeggur. Hann var manna gildastur og vígamaður mikill og fyrir það var hann sekur ger um allt landið. Þórir í Garði sendi honum orð og er þeir fundust beiddi hann Rauðskegg fara sendiferð sína og drepa Gretti hinn sterka. Rauðskeggur kvað það eigi auðveldaverk, sagði Grettir var vitur maður og var um sig.

Þórir bað hann til ráða "og er slíkt drengilegt svo röskum manni sem þú ert en eg skal koma þér úr sekt og þar með gefa þér nógt ."

Við þessu ráði tók Rauðskeggur. Sagði Þórir honum hversu hann skyldi fara vinna Gretti. Eftir það fór Rauðskeggur fyrir austan land því honum þótti gruna mega síður um ferðir sínar. Hann kom Arnarvatnsheiði þá er Grettir hafði verið þar einn vetur. En er Grettir og Rauðskeggur fundust beiddi hann Gretti viðurtöku.

Hann svarar: "Eigi kann eg láta fleiri svo oft leika mér sem er hér kom í fyrra haust og lét allskjallkænlega. En þegar hann hafði hér verið litla hríð sat hann um líf mitt. mun eg eigi á það hætta oftar taka við skógarmönnum."

Þórir svarar: "Full vorkunn þykir mér þér á vera þó þú trúir illa skógarmönnum en heyrt muntu mín hafa getið um vígaferli og ójafnað en aldrei um slíkt dáðleysi svíkja lánardrottin minn. er því illt illum vera margur ætlar þar annan eftir vera. Mundi eg og eigi hafa hingað farið ef eg ætti betra kosti en eigi þykir mér við upp gefnir ef við veitumst . máttu hætta á við mig fyrst hversu þér gest mér. Lát mig þá fara á burt ef þú finnur ódyggð með mér."

Grettir svarar: "Hætta eg enn á við þig en vit það fyrir víst ef eg gruna um svik við þig þá verður það þinn bani."

Þórir kvað hann svo gera. Eftir það tók Grettir við honum og fann hann það hann mundi hafa tveggja manna megin til hvers sem hann gekk. Var hann búinn til hvers sem Grettir vildi senda hann. Til einkis þurfti Grettir víkjast og aldrei hafði honum þótt ævi sín jafngóð síðan hann kom í útlegð en þó var hann svo var um sig aldrei Þórir færi á honum.

Þórir rauðskeggur var tvo vetur hjá Gretti á heiðinni. Tók honum leiðast á heiðinni vera, hugsar um hvert ráð hann skal gera það sem Grettir sæi eigi við.

Eina nótt um vorið kom á stormviðri mikið er þeir voru í svefni. Grettir vaknaði og spurði hvar bátur þeirra væri. Þórir spratt upp og hljóp til bátsins og braut hann allan í sundur og kastaði ýmsa vega brotunum og var því líkt sem veðrið hefði fleygt.

Eftir það gekk hann inn í skálann og mælti hátt: "Eigi hefir vel til tekist, vinur minn", sagði hann, " bátur okkar er allur brotinn í sundur en netin liggja langt út í vatnið."

"Sæk þú þau þá," segir Grettir, "því mér þykir þér sjálfrátt verið hafa er báturinn er brotinn."

Þórir svarar: "Það er svo í atgervi mér er minnst hent er sund er. En flest annað þykist eg reyna mega við hvern annan óbreyttan mann. Máttu það vita eg hefi eigi þér starf ætlað síðan eg kom til þín. Mundi eg eigi biðja þessa ef eg væri til fær gera."

Grettir stóð upp og tók vopn sín og gekk til vatnsins. Þar var svo við vaxið nes gekk fram í vatnið en víkurhvarf mikið var öðrumegin nessins. Vatnið var djúpt landinu.

Grettir mælti: "Leggst út eftir netjunum og lát mig sjá hversu fær maður þú ert."

"Sagði eg þér áðan," segir Þórir, " eg er ekki syndur og eigi veit eg hvar er garpskapur þinn og áræði."

" mun eg netunum," sagði Grettir, "en svík þú mig ekki er eg trúi þér."

Þórir svarar: "Ætla þú mér eigi slíka svívirðing og dáðleysi."

Grettir mælti: "Þú munt sjálfur gefa þér raun hver þú ert."

Síðan kastaði hann klæðunum og vopnunum og lagðist eftir netunum. Sveipar hann þeim saman og fer landi og kastar þeim upp á bakkann. Og er hann ætlaði á land ganga þá greip Þórir saxið og brá skjótt. Hann hljóp þá skjótt á móti Gretti er hann sté upp á bakkann og hjó til hans. Grettir kastaði sér á bak aftur ofan í vatnið og sökk sem steinn. Þórir horfði út á vatnið og ætlaði verja landið ef hann kæmi upp. Kafaði Grettir sem næst bakkanum svo Þórir mátti ekki sjá hann þar til sem hann kom í víkina baki honum og gekk þar á land. Við þessu gat Þórir eigi séð. Fann hann eigi fyrr en Grettir tók hann upp yfir höfuð sér og færði niður svo hart saxið hraut úr hendi honum og fékk Grettir tekið það og hafði ekki orða við hann og hjó þegar höfuð af honum og lauk svo hans ævi.

Eftir það vildi Grettir aldrei við skógarmönnum taka en þó mátti hann varla einn saman vera.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: