previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Á alþingi frétti Þórir úr Garði dráp Þóris rauðskeggs. Þóttist hann sjá eigi var auðvelt við eiga. Tók hann þá það til ráðs hann reið vestur yfir heiðar hinar neðri af þinginu og hafði nær átta tigu manna og ætlaði fara taka Gretti af lífi. En er Grímur Þórhallsson vissi það þá gerði hann Gretti orð og bað hann vera varan um sig. Grettir hugði jafnan mannaferðum.

Það var einn dag hann margra manna reið og stefndi til byggða hans. Hljóp hann þá í hamraskarð eitt og vildi eigi renna því hann eigi liðið allt. Í því kom Þórir með allt liðið og bað þá ganga í milli bols og höfuðs á Gretti og kvað lítið mundu fyrir illmennið leggjast.

Grettir svarar: "Eigi er sopið þó í ausuna komið. Hafið þér og langt til sótt og munu nokkurir leiksmark áður en vér skiljum."

Þórir eggjaði mjög menn til atsóknar. Hamraskarðið var mjótt svo hann gat vel varið öðrumegin en það undraðist hann aldrei var baki honum gengið svo honum yrði mein því. Féllu þá menn af Þóri en sumir urðu sárir en þeir gátu ekki gert.

Þá mælti Þórir: "Það hefi eg spurt," sagði hann, " Grettir væri afbragðsmaður fyrir hreysti sakir og hugar en það vissi eg aldrei hann væri svo fjölkunnigur sem eg því þar falla hálfu fleiri sem hann horfir bakinu við. eg hér er við tröll eiga en ekki við menn."

Biður hann þá frá hverfa og svo var gert. Grettir undraðist því svo mátti verða en þó var hann ákaflega móður. Þórir sneri á burt og hans menn og riðu norður á sveitir. Þótti mönnum þeirra ferð hin sneypilegasta. Hafði Þórir látið átján menn en margir sárir. Grettir veik upp í skarðið og fann þar mann mikinn vexti. Hann sat upp við hamarinn og var sár mjög.

Grettir spurði hann nafni en hann sagðist Hallmundur heita "en það eg segja þér til kenningar þér þótti eg fast taka í taumana á Kili um sumarið er við fundumst. Þykist eg það hafa launað þér."

"Það er víst," sagði Grettir, " mér þykir þú hafa sýnt mér mikinn drengskap hvenær sem eg get það launað þér."

Hallmundur segir: "Það vil eg þú komir til heimkynna minna því þér mun langt þykja hér á heiðinni."

Grettir kveðst það gjarnan vildu. fara þeir báðir samt suður undir Balljökul. Þar átti Hallmundur helli stóran og dóttur gilda vexti og skörulega. Þau gerðu vel við Gretti og græddi hún þá báða. Þar dvaldist Grettir lengi um sumarið.

Hann kvað flokk um Hallmund og er þetta þar í:

Hátt stígr höllum fæti
Hallmundr í sal fjalla.

Þessi vísa er þar í:

Varð í Veðrafirði
vígfús á benstíga
naðr í Virfils veðri
vopnhríðar fram skríða.
Kostr mun köppum traustum
Keldhverfinga erfa.
Olli hvatr úr helli
Hallmundr er eg komst undan.

Svo hafa þeir frá sagt Grettir dræpi sex menn á fundinum en Hallmundur tólf. Þá er á leið sumarið fýsti Gretti aftur til byggða finna vini sína og frændur. Hallmundur bað hann sín vitja er hann færi suður um land og hét Grettir því.

Fór hann þá vestur til Borgarfjarðar og þaðan til Breiðafjarðardala og leitaði ráða við Þorstein Kuggason hvert hann skyldi þá á leita.

En Þorsteini þótti fjölgast mótstöðumenn hans og kvað mundu við honum taka "en fara máttu suður á Mýrar og vita hvar þar býr fyrir."

Grettir fór suður á Mýrar um haustið.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: