previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

er frá Gretti segja hann lætur stein í festaraugað og lét svo síga ofan vatninu.

"Hvern veg ætlar þú ," segir prestur, " fara?"

"Ekki vil eg vera bundinn," segir Grettir, "þá er eg kem í fossinn. Svo boðar mér hugur um."

Eftir það bjó hann sig til ferðar og var fáklæddur og gyrti sig með saxinu en hafði ekki fleiri vopn. Síðan hljóp hann af bjarginu og niður í fossinn. prestur í iljar honum og vissi síðan aldrei hvað af honum varð. Grettir kafaði undir fossinn og var það torvelt því iða var mikil og varð hann allt til grunns kafa áður en hann kæmist upp undir fossinn. Þar var forberg mikið og komst hann inn þar upp á. Þar var hellir mikill undir fossinum og féll áin fram af berginu.

Hann gekk þá inn í hellinn og var þar eldur mikill á bröndum. Grettir þar jötunn ógurlega mikill. Hann var hræðilegur sjá. En er Grettir kom honum hljóp jötunninn upp og greip flein einn og hjó til þess er kominn var því bæði mátti höggva og leggja með því. Tréskaft var í. Það kölluðu menn þá heftisax er þann veg var gert. Grettir hjó á móti með saxinu og kom á skaftið svo í sundur tók. Jötunninn vildi þá seilast á bak sér aftur til sverðs er þar hékk í hellinum. Í því hjó Grettir framan á brjóstið svo nálega tók af alla bringspalina og kviðinn svo iðrin steyptust úr honum ofan í ána og keyrði þau ofan eftir ánni.

Og er prestur sat við festina hann slyðrur nokkurar rak ofan eftir strengnum, blóðugar allar. Hann varð þá laus á velli og þóttist vita Grettir mundi dauður vera. Hljóp hann þá frá festarhaldinu og fór heim. Var þá komið kveldi og sagði víslega Grettir væri dauður og sagði mikill skaði væri eftir þvílíkan mann.

er frá Gretti segja. Hann lét skammt höggva í milli þar til er jötunninn . Gekk Grettir þá innar eftir hellinum. Hann kveikti ljós og kannaði hellinn. Ekki er frá því sagt hversu mikið hann fékk í hellinum en það ætla menn verið hafi mikið. Dvaldist honum þar fram á nóttina. Hann fann þar tveggja manna bein og bar þau í belg einn. Leitaði hann þá úr hellinum og lagðist til festarinnar og hristi hana og ætlaði prestur mundi þar vera. En er hann vissi prestur var heim farinn varð hann þá handstyrkja sig upp festina og komst hann svo upp á bjargið.

Fór hann þá heim til Eyjardalsár og kom í forkirkju belgnum þeim sem beinin voru í og með rúnakefli því er vísur þessar voru forkunnlega vel á ristnar:

Gekk eg í gljúfr hið dökkva,
gein veltiflug steina
við hjörgæði hríðar
hlunns úrsvölum munni.
Fast framan brjósti
flugstraumr í sal Naumu.
Heldr kom á herðar skáldi
hörð fjón Braga kvonar.

Og enn þessi:

Ljótr kom mér í móti
mellu vinr úr helli.
Hann fékkst heldr sönnu
harðfengr við mig lengi.
Harðeggjað lét eg höggvið
heptisax af skepti.
Gangs klauf brjóst og bringu
bjartr gunnlogi svarta.

Þar sagði svo Grettir hafi bein þessi úr hellinum haft. En er prestur kom til kirkju um morguninn fann hann keflið og það sem fylgdi og las rúnirnar. En Grettir hafði farið heim til Sandhauga.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: