previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

En þá er prestur fann Gretti spurði hann innilega eftir atburðum en hann sagði alla sögu um ferð sína og kvað prest ótrúlega hafa haldið festinni. Prestur lét það á sannast. Þóttust menn það vita þessar óvættir mundu valdið hafa mannahvörfum þar í dalnum. Varð og aldrei mein af afturgöngum eða reimleikum þar í dalnum síðan. Þótti Grettir þar gert hafa mikla landhreinsan. Prestur jarðaði bein þessi í kirkjugarði.

Grettir var síðan á Sandhaugum um veturinn. og duldist þó fyrir alþýðu manna. En er Þórir í Garði hafði af pata nokkurn Grettir væri í Bárðardal, þá setti hann menn til höfuðs honum. Réðu menn honum þá hann skyldi á burt leita og fór hann þá vestur.

En er hann kom á Möðruvöllu til Guðmundar hins ríka, beiddi hann þá Guðmund ásjá en hann kvað sér ekki hent við honum taka "en einn er þér," sagði Guðmundur, " koma þér þar nokkur sem þú mættir vera óhræddur um líf þitt."

Grettir kvaðst eigi vita hvar það væri.

Guðmundur mælti: "Ey liggur á Skagafirði er heitir Drangey. Hún er svo gott vígi hvergi komast upp á hana nema stigar séu við látnir. Gætir þú þangað komist þá veit eg eigi þess manns von er þig sæki þangað með vopnum eða vélum ef þú gætir vel stigans."

"Reynt skal þetta vera," segir Grettir, "en svo gerist eg myrkfælinn það eg ekki til lífs vinna mér vera einn saman."

Guðmundur mælti: "Vera svo en trú þú öngum svo vel þú trúir eigi best sjálfum þér. En vandsénir eru margir."

Grettir þakkaði honum heilræði. Fór hann þá burt af Möðruvöllum.

Hann létti ei fyrr en hann kom til Bjargs. Móðir hans fagnaði honum vel og þau Illugi bæði. Dvaldist hann þar nokkurar nætur. Þar frétti hann víg Þorsteins Kuggasonar. Hafði það orðið um haustið áður en Grettir fór til Bárðardals. Þótti honum taka mjög um höggast.

Reið Grettir þá suður Holtavörðuheiði og ætlaði hefna Hallmundar ef hann hitti Grím. En er hann kom í Norðurárdal frétti hann Grímur var fyrir tveimur vetrum eða þremur á burt þaðan sem fyrr var sagt. En því hafði Grettir svo seint spurt þessi tíðindi hann fór huldu höfði þá tvo vetur og þann hinn þriðja sem hann var í Þórisdal og hafði öngva menn fundið þá er honum vildu nokkurar fréttir segja.

Sneri hann þá til Breiðafjarðardala og sætti þeim mönnum er fóru yfir Brattabrekku. Lét hann þá enn sópa greipur um eignir smábænda. Það var um hásumarsskeið.

Þetta sumar er á leið fæddi Steinvör Sandhaugum sveinbarn og hét Skeggi. Hann var fyrst kenndur Kjartani syni Steins prests Eyjardalsá. Skeggi var ólíkur öðrum systkinum sínum fyrir sakir afls og vaxtar. En þá er hann var fimmtán vetra var hann sterkastur norður þar og var þá eignaður Gretti. Hugðu menn hann mundi afbragðsmaður verða en hann andaðist sextán vetra og er engi saga af honum.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: