previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Þá er Grettir kom í Drangey voru þessir héraðshöfðingjar í Skagafirði.

Hjalti bjó Hofi í Hjaltadal, son Þórðar Hjaltasonar, Þórðarsonar skálps. Hjalti var höfðingi og göfugmenni mikið og vinsæll. Þorbjörn öngull hét bróðir hans. Hann var mikill maður og sterkur og harðfengur og ódæll. Þórður faðir þeirra hafði kvongast í elli sinni og var kona ekki móðir þeirra bræðra. Hún var illa til stjúpbarna sinna og verst til Þorbjarnar því hann var illfengur og ófyrirleitinn.

Það var eitt sinn Þorbjörn öngull sat tafli. Þá gekk stjúpmóðir hans hjá og hann tefldi hnettafl. Það var stórt halatafl. Henni þótti hann óþrifinn og kastaði honum nokkurum orðum en hann svarar illa. Hún greip þá upp töflina og setti halann á kinnbein Þorbirni og hljóp af í augað svo úti á kinninni. Hann hljóp upp og þreif til hennar óþyrmilega svo hún lagðist í rekkju af og af því hún síðan og sögðu menn hún hefði verið ólétt. Síðan varð hann mesti óeirðarmaður. Tók hann þá við sínu og bjó fyrst í Viðvík.

Halldór Þorgeirsson, Þórðarsonar frá Höfða, bjó Hofi á Höfðaströnd. Hann átti Þórdísi Þórðardóttur systur þeirra bræðra Hjalta og Þorbjarnar önguls. Halldór var gildur bóndi og ríkur .

Björn hét maður er bjó í Haganesi í Fljótum. Hann var vinur Halldórs Hofi. Þessir veittust hverju máli.

Tungu-Steinn hét maður er bjó á Steinsstöðum. Hann var Bjarnarson, Ófeigssonar þunnskeggs, Kráku-Hreiðarssonar, sonar þess er Eiríkur í Goðdölum gaf tunguna niður frá Skálamýri. Steinn var frægur maður.

Eiríkur hét maður son Hólmgöngu-Starra Eiríkssonar úr Goðdölum, Hróaldssonar, Geirmundarsonar örðigskeggja. Hann bjó Hofi í Goðdölum. Þessir voru allir virðingamenn miklir.

Bræður tveir bjuggu þar sem heitir Breiðá í Sléttahlíð og hét Þórður hvortveggi. Þeir voru rammir afli og þó gæfir menn. Þeir áttu allir part í Drangey. Svo segja menn eigi ættu færri menn í eynni en tuttugu og vildi engi sinn part öðrum selja. Þórðarsynir áttu mest í, því þeir voru ríkastir.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: