previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Svo er sagt þá er Grettir hafði tvo vetur verið í Drangey þá höfðu þeir skorið flest allt sauðfé það sem þar hafði verið. En einn hrút létu þeir lifa svo getið . Hann var hösmögóttur lit og hyrndur mjög. honum hentu þeir mikið gaman því hann var svo spakur hann stóð fyrir úti og rann eftir þeim þar sem þeir gengu. Hann gekk heim til skála á kveldin og gneri hornum sínum við hurðina.

Gott þótti þeim í eyjunni því þar var gott til matar fyrir fugls sakir og eggja. En til eldiviðar var þar hneppst afla og lét Grettir jafnan þrælinn kanna reka og rak þar oft kefli og bar þau heim til elda. Ekki þurftu þeir bræður starfa utan fara í bjarg þá er þeim líkaði.

Þrællinn tók letjast mjög á starfanum. Gerðist hann möglunarsamur og ógeymnari en verið hafði. Hann skyldi geyma um eld hverja nótt og bauð Grettir mikinn varnað á því því skip var ekki hjá þeim.

bar svo til eldur slokknaði fyrir þeim á einni nótt. Þá varð Grettir styggur við og kvað það maklegt Glaumur væri hýddur. En hann, þrællinn, sagði illa ævi sína liggja hér í útlegð en vera hraktur og barður ef nokkuð mistækist. Grettir spurði Illuga hvað þá væri til ráða. En hann kvaðst eigi annað sjá en þeir mundu þar verða bíða til þess er skip bæri .

Grettir sagði þeim var blint til þess ætla "mun eg heldur hætta til hvort eg kemst til lands."

"Mikið þykir mér það," segir Illugi, "því við erum upp gefnir ef þér verður nokkuð."

"Ekki mun eg á sundi drukkna," sagði Grettir. "En þó mun eg verr trúa þrælnum héðan frá svo mikið sem oss hér við."

Það var vika sjóvar sem skemmst var til lands úr eyjunni.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: