previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Þetta sumar kom skip út í Gönguskarðsósi. Þar var á maður á skipi er Hæringur hét. Hann var ungur maður og fær svo vel hann kleif hvert bjarg. Hann fór til vistar með Þorbirni öngli og var þar fram á haust. Hann fýsti Þorbjörn mjög til fara til Drangeyjar og kvaðst vildu sjá hvort hún væri svo mikið bjarg hvergi mætti upp komast. Þorbjörn kvað hann eigi til einskis vinna skyldu ef hann kæmist upp á eyna og fengi veitt Gretti áverka eða drepið hann. Gerði hann þetta ágengilegt fyrir Hæringi.

Og eftir þetta fóru þeir til Drangeyjar og skutu honum, Austmanninum, upp í einhverjum stað og skyldi hann leynast ef hann kæmist upp á eyna en þeir lögðu stiganum og tóku tal við þá Gretti. Spurði Þorbjörn Gretti hvort hann ætlaði ekki úr eyjunni. Hann kveðst í öngu jafnráðinn.

"Mjög hefir þú á oss leikið," segir Þorbjörn, "nær sem vér fáum þess hefnt en eigi uggir þú mart þér."

Lengi áttust þeir þetta við og kom ekki ásamt með þeim.

En frá Hæringi er það segja hann kleif aftur og fram um bjargið og fékk upp komist í einhverjum stað þar sem hvorki hefir maður farið áður síðan. En er hann kom upp á bjargið sér hann hvar þeir bræður voru og horfðu baki við honum. Hugðist hann á skammri stundu vinna bæði til fjár og frægðar. Þá varði einskis um hans ferðir því þeir hugðu hvergi mátti upp komast nema þar sem stigarnir voru. Grettir fékkst við þá Þorbjörn og skorti þar eigi tygileg orð af hvorumtveggja. Þá varð Illuga litið hjá sér og mann kominn mjög þeim.

Hann mælti þá: "Maður er hér kominn okkur með reidda öxi og sýnist mér heldur ófriðlega láta."

"Snú þú í móti honum þá," segir Grettir, "en eg mun geyma stigans."

Illugi réðst í móti Hæringi og er Austmaðurinn það sneri hann undan einhvers staðar eftir eyjunni. Illugi elti hann meðan eyin vannst og þegar hann kom fram á bjargið hljóp Hæringur þá ofan fyrir og brotnaði í honum hvert bein. Lauk hans ævi svo. Þar heitir Hæringshlaup síðan sem hann týndist.

Illugi kom aftur og spurði Grettir hversu hann hefði við þenna skilið er honum var ætlaður.

"Ekki vildi hann mér hlíta," segir Illugi, " sjá ráð fyrir sér og braut hann bekrann ofan fyrir bjargið og biðji bændur fyrir honum sem hann dauður."

Og er Öngull heyrði það bað hann þá burt leggja "hefi eg farið tvær ferðir til móts við Gretti en eg mun eigi fara í þriðja sinn ef eg verð þá einskis vísari. En þykir mér meiri von þeir megi sitja í Drangey fyrir mínum sökum. En það ætla eg Grettir muni skemur sitja héðan af en hingað til."

fóru þeir heim. Þótti þessi ferð verri en hin fyrri og sat Grettir þenna vetur í Drangey og hittust þeir Þorbjörn ekki þann vetur.

Á þessum misserum andast Skafti lögmaður Þóroddsson. Var Gretti það skaði mikill því hann hafði heitið ganga fyrir um sýknu hans þegar Grettir hefði tuttugu vetur í sekt, en sjá var hinn nítjándi sektar hans er var frá sagt um hríð.

Um vorið andaðist Snorri goði og mart bar til tíðinda á þessum misserum það sem ekki kemur við þessa sögu.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: