previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Þorbjörn öngull réðst í skip Gásum með allt það sem hann mátti með komast af sínu en Hjalti bróðir hans tók við jörðum. Öngull fékk honum og Drangey. Varð Hjalti síðan höfðingi mikill og er hans ekki getið lengur við þessa sögu.

Öngull fór til Noregs og lét enn mikið um sig. Þóttist hann mikið þrekvirki unnið hafa í drápi Grettis. Virtu og margir svo þeir sem ókunnigt var hversu það hafði til borið en margir vissu hversu frægur maður Grettir hafði verið. Sagði hann það eitt af viðskiptum þeirra sem honum var til frama en lét hitt liggja niðri í sögunni sem minnur var til frægðar.

Þessi saga kom um haustið austur til Túnbergs. Er Þorsteinn drómundur frétti vígin varð hann mjög hljóður við, því honum var sagt Öngull væri mjög gildur og harðfengur. Minntist Þorsteinn ummæla þeirra sem hann hafði þá er þeir Grettir töluðust við endur fyrir löngu um handleggina.

Þorsteinn hélt fréttum til um ferðir Önguls. Voru þeir báðir í Noregi um veturinn og var Þorbjörn norður í landi en Þorsteinn í Túnbergi og hafði hvorgi séð annan. En þó varð Þorbjörn vís Grettir átti bróður í Noregi og þótti vanséð við í ókunnu landi og því leitaði hann sér ráðs hvert hann skyldi á leita.

Í þenna tíma fór margt Norðmanna út í Miklagarð og gengu þar á mála. Af því þótti Þorbirni fýsilegt fara þangað, afla sér svo fjár og frægðar en hafa sig eigi í Norðurlöndum fyrir frændum Grettis. Bjó hann ferð sína úr Noregi og fór út í lönd og létti eigi fyrr en hann kom út í Miklagarð og gekk þar á mála.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: