previous next

Click on a word to bring up parses, dictionary entries, and frequency statistics

Spes hét göfug garðshúsfreyja þar í staðnum, harðla rík og stórættuð. Sigurður hét bóndi hennar. Hann var auðigur og ættsmærri en hún. Hafði hún verið gefin honum til fjár. Ekki varð ástríki mikið með þeim hjónum og þóttist hún næsta vargefin. Hún var stórlynd og svarkur mikill.

Svo bar til þá er Þorsteinn skemmti um kveldið Spes gekk um strætið nær dyflissunni hún heyrði þangað rödd svo fagra hún kallaðist öngva slíka heyrt hafa. Hún gekk með marga sveina og bað þá víkja þangað og vita hver þessa ágætu rödd hefði. Þeir kölluðu og spurðu hver þar væri svo harðlega spenntur. Þorsteinn nefndi sig.

Þá mælti Spes: "Ertu þvílíkur atgervimaður um annað sem á kveðandi?"

Hann sagði lítið bragð því.

"Hvað hefir þú til saka," segir hún, "er þig skal kvelja hér til bana?"

Hann sagði hann hefði drepið mann og hefnt bróður síns "en eg gat það eigi með vottum sýnt," sagði Þorsteinn, "og því var eg hér settur," segir hann, "nema nokkur vildi mig út leysa. En mér þykir þess engi von því eg á hér öngvan skyldan mann."

"Mikill mannskaði mun það ef þú ert drepinn. Eða var bróðir þinn slíkur frægðarmaður er þú hefndir?"

Hann sagði var meir en hálfu gildari maður. Hún spurði hvað til merkja væri um það.

Þá kvað Þorsteinn vísu þessa:

Eigi máttu átta
eggþings boðar, hringa
Grund, úr Grettis hendi
geðrakks koma saxi
áðr hvardyggir hjuggu
herðendr fetils gerðar
axlarfót af ýti
unnblakks hugar rökkum.

"Mikil ágæti eru slíkt," sögðu þeir er skildu vísuna.

Og sem hún vissi þetta mælti hún svo: "Viltu þiggja líf mér ef kostur er?"

"Eg vil gjarna," sagði Þorsteinn, "ef þessi félagi minn er og út leystur með mér sem hér situr. Ella munum við sitja hér báðir."

Hún svarar: "Meira mannkaup ætla eg í þér en honum."

"Svo sem það er," sagði Þorsteinn, "þá munum við fylgjast burt héðan annaðhvort báðir eða hvorgi okkar."

Hún gekk þá þangað sem Væringjar voru og beiddi útlausnar fyrir Þorstein og bauð til. Þeir voru þess fúsir. Fékk hún svo um gengið með vinsældum sínum og ríkdómi þeir voru báðir út leystir. En þegar Þorsteinn komst úr dyflissunni fór hann til móts við Spes. Húsfreyja tók hann til sín og hélt hann á laun en stundum var hann með Væringjum í herferðum og reyndist hinn mesti fullhugi í öllum framgöngum.

load focus English (Eiríkr Magnússon and William Morris, 1869)
load Vocabulary Tool
hide Display Preferences
Greek Display:
Arabic Display:
View by Default:
Browse Bar: